Kaup í leik

Hvað er það?

Nýtt efni, virkni í leik, spilunareiginleikar og/eða uppfærslur fyrir tiltekinn leik eða forrit er reglulega í boði fyrir notendur. Ef slík kaup eru gerð meðan leikur er spilaður eru þau kölluð kaup í leik (eða kaup í forriti á fartækjum), þó að vörurnar geti einnig verið í boði í netverslunum utan leiksins. Í einhverjum tilfellum getur leikmaður keypt eitthvað (nýja vöru eða uppfærslu) beint með raunverulegum peningum, í öðrum tilvikum geta leikmenn keypt sýndargjaldmiðil í leiknum með raunverulegum peningum, sem er að sama skapi hægt að nota til að kaupa efni við leikjaspilun.

Dæmi um slík kaup í leik eru:
- Peningar, stig, demantar o.s.frv.: þetta eru dæmi um gjaldmiðla í leik sem hægt er að skipta út fyrir efni, eiginleika, uppfærslur o.s.frv.
- Borð/kort: sum aukaborð eða svæði innan leiks er hægt að opna með stafrænum kaupum.
- Persónur: hægt er að eignast nýjar persónur með mismunandi hæfni til að leika sama leikinn aftur, í hvert skipti með nýja nálgun.
- Vopn/verkfæri: leikir bjóða leikmönnum upp á tiltekið samansafn búnaðar, verkfæra eða vopna til að komast áfram í leiknum. Þeir geta þó einnig boðið upp á önnur verkfæri með aukna virkni, sem auðveldar leikmönnum að ljúka ákveðnum hlutum leiksins.
- Útlitsuppfærslur: þetta eru vörur, ekki endilega með neina virkni, sem tölvupersónur geta klæðst eða bætt við sýndareignir sínar svo sem bílar, hjól eða hús. Dæmi um þetta er hvers kyns fatnaður, húðflúr, skartgripir, skrautlímmiðar, númeraplötur o.s.frv.

Af hverju er þetta notað?

Kaup í leik gera leikmönnum kleift að kaupa eingöngu þann hluta af leiknum sem þeir vilja. Þar með fá þeir tækifæri til að prófa og njóta þess að spila leikinn án endurgjalds og sérsníða leikjaupplifun sína með því að kaupa viðbótarefni. Útgefendur geta stöðugt boðið upp á nýtt efni eftir að leiknum er fyrst hlaðið niður og þar með aukið við upplifun notenda sem kunna að meta leikinn. Í öðrum tilfellum veitir viðbótarefni fljótari leið í gegnum leikinn með því að auðvelda hann eða hraða á framvindu hans.

Það sama á við um þetta og öll önnur kaup á netinu - það er mikilvægt fyrir foreldra að skilja hvernig þeir geta stjórnað kaupum í leik á þeim vefsvæðum og tækjum sem börnin nota. Margir Evrópubúar hafa gaman af því að spila leiki, með og án þess að kaupa aukaefni. Vefsvæði og netverslanir hafa margar leiðir til að gera neytendum kleift að taka upplýstar ákvarðanir, þ.m.t. fyrir hönd barna sinna, og stjórna stillingum sem snúa að stafrænum kaupum, netaðgangi, netsamskiptum og annarri virkni, eins og sýnt er hér fyrir neðan.

Hvernig stjórna ég kaupum í leik?

Amazon: 
Ef búið er að virkja barnalæsingu fyrir kaup í forriti verður að slá inn aðgangsorð reikningsins eða tiltekið PIN-númer til að ljúka við öll kaup í forriti í Amazon Appstore á tækinu þínu:

http://www.amazon.co.uk/gp/help/customer/display.html?nodeId=201357720

Apple iTunes Store: 
Með því að virkja takmarkanir fyrir tæki getur þú gert kröfu um aðgangsorð fyrir kaup, komið í veg fyrir ákveðnar tegundir kaupa eða slökkt alfarið á kaupum:

http://support.apple.com/en-gb/HT6088

Google Play: 
Stýring með aðgangsorði fyrir Google Play Store mun hjálpa við að koma í veg fyrir óviljandi eða óæskileg kaup í fartækinu þínu eða í Android TV:

https://support.google.com/googleplay/answer/1626831/?hl=en-GB

Microsoft:
Ef gerðir eru aðskildir reikningar fyrir hvern notanda geta foreldrar komið í veg fyrir óheimil kaup á Xbox One- leikjatölvunni. Ef aðgangslykill er búinn til tryggir þú að annað fólk geti ekki skráð sig inn á reikninginn þinn, keypt vörur eða breytt stillingum:

http://support.xbox.com/en-US/xbox-one/security/prevent-unauthorized-purchases

Nintendo:
Í °Nintendo Switch°Wii U, Nintendo 3DS eða Nintendo 2DS geta foreldrar takmarkað notkun kreditkorta og kaupa á netinu í gegnum verslunarþjónustu Nintendo. Gerð er krafa um að PIN-númer sé slegið inn til að gjaldfæra á kreditkort eða ljúka við kaup.

Sony:
Til að tryggja að barn geri ekki óheimil kaup í tækjum sem eru tengd við °Playstation Network ættu foreldrar að:
- Verja sinn eigin reikning með aðgangsorði til að koma í veg fyrir að barnið fái óheimilan aðgang að honum og tryggja að stillingin „krafa um lykilorð þegar gengið er frá kaupum“ sé til staðar, svo komið sé í veg fyrir kaup jafnvel þótt þau skilji við reikninginn án þess að skrá sig út; og
- Búa til undirreikning fyrir hvert barnanna og stilla barnalæsingu þannig að hún takmarki eða komi í veg fyrir eyðslu á reikningi foreldranna: 
Stilling eyðslutakmarkana í PS4