Ábendingar fyrir foreldra

PEGI býður upp á ráð varðandi aldurshæfi leikja. Hins vegar eru öll börn mismunandi. Að endingu eru það foreldrarnir sem ættu að ákveða hvað börnin þeirra eru fær um að sjá og upplifa:

  • Leitið ávallt að aldursflokkun á umbúðum leiksins eða í netversluninni.
  • Reynið að finna samantekt eða umsögn um leikinn. Æskilegt er að spila leikinn°sjálf eða...
  • ...spila tölvuleiki með börnunum, það er besta leiðin til að kynna sér þá. Fylgist með börnunum þegar þau eru að spila og talið við þau um leikina sem þau spila. Útskýrið af hverju sumir leikir gætu verið óviðeigandi.
  • Ákveðið í hversu langan tíma börnin mega spila leiki í hverri viku.
  • Hvetjið börnin til að taka°sér pásu reglulega.
  • Verið meðvituð um að leikir geti boðið upp á kaup°á viðbótarefni°til að hlaða niður.
  • Leikir á netinu eru spilaðir í sýndarsamfélagi sem gerir leikmönnum kleift að eiga samskipti við aðra, ókunnuga leikmenn. Segið börnunum að gefa aldrei upp persónuupplýsingar og tilkynna um alla óviðeigandi hegðun.
  • Stillið takmörk (aldur, tími, eyðsla, netaðgangur)°með því að nota barnalæsinguna.