Barnalæsing

Allar leikjatölvur, lófatæki og stýrikerfi fyrir PC- og MAC-tölvur eru með barnalæsingu sem gerir foreldrum kleift að vernda einkalíf og netöryggi barnanna sinna með hliðsjón af nokkrum ólíkum breytum. Með þessum stillingum geta foreldrar:
- valið hvaða leiki börnin mega spila (í samræmi við PEGI-aldursflokkun)
- takmarkað og fylgst með peningaeyðslu þeirra á netinu
- stjórnað aðgangi að netvafri°með notkun síu
- stillt hversu lengi börnin mega spila leiki
- stjórnað netsamskiptum (spjalli) og gagnaflutningi (textaskilaboð, efni sem notendur búa til)

Leikjatölvur

Lófatæki

Snjallsímar og spjaldtölvur

Meiri upplýsingar, þar á meðal skýringarmyndbönd, má finna á vefsvæði°VSC-flokkunarstjórnarinnar.