Hvað þýða merkingarnar?

Hvað þýða merkingarnar?

 

PEGI 3

PEGI 3

Innihald leikja með flokkunina PEGI 3 er talið hæfa öllum aldurshópum. Leikurinn ætti ekki að innihalda nein hljóð eða myndir sem líklegt er að°hræði ung börn. Mjög mildar birtingarmyndir°ofbeldis°(við spaugilegar eða barnalegar aðstæður) eru taldar viðunandi. Ekkert ljótt orðbragð ætti að heyrast.

PEGI 7

PEGI 7

Leikir sem innihalda atriði eða hljóð sem gætu mögulega°hrætt yngri börn ættu°að vera í þessum flokki. Mjög mildar birtingarmyndir ofbeldis (ofbeldi sem er gefið í skyn, er ekki sýnt í smáatriðum eða virðist óraunverulegt) eru taldar viðunandi í leik með flokkunina PEGI 7.

 

PEGI 12

PEGI 12

Tölvuleikir sem sýna svolítið myndrænna ofbeldi gagnvart ímynduðum persónum eða ofbeldi sem virðist óraunverulegt gagnvart°persónum°í mannsmynd myndu vera í þessum aldursflokki. Kynferðislegar tilvísanir eða stellingar sem gefa til kynna kynferðislegar athafnir mega vera til staðar, en eingöngu lítillega gróft orðbragð er leyft. Fjárhættuspil sem fer fram í°spilavítum eða spilasölum í raunveruleikanum má einnig vera til staðar (t.d. spil sem leikin eru upp á°peninga í raunveruleikanum).

PEGI 16

PEGI 16

Þessi flokkun á við þegar birtingarmyndir ofbeldis (eða kynferðislegra athafna) ná því stigi að það lítur eins út og í raunveruleikanum. Notkun á ljótu orðbragði í leikjum með flokkunina PEGI 16 má vera°grófari. Lukkuspil og notkun°tóbaks, áfengis eða vímuefna mega einnig vera til staðar.

PEGI 18

PEGI 18

Fullorðinsflokkun á við þegar birtingarmyndir ofbeldis ná því stigi að þær sýna gróft ofbeldi, sýnilega ástæðulaus morð eða ofbeldi gagnvart varnarlausum persónum. Fegrun á notkun vímuefna og djarfar kynferðislegar athafnir ættu einnig að fara í þennan flokk. 

PEGI-efnisvísarnir

Violence

Leikurinn sýnir°birtingarmyndir ofbeldis. Í leikjum með flokkunina PEGI 7 getur þetta eingöngu verið ofbeldi sem virðist óraunverulegt eða er ekki sýnt ítarlega. Í leikjum með flokkunina PEGI 12 má vera ofbeldi í ímynduðu umhverfi eða ofbeldi sem virðist óraunverulegt gagnvart mennskum persónum,°á meðan leikir með flokkun PEGI 16 eða 18 innihalda ofbeldi sem virðist mun raunverulegra.​

Bad Language

Leikurinn inniheldur ljótt orðbragð. Þennan efnisvísi má finna á leikjum með flokkunina PEGI 12 (mild blótsyrði), PEGI 16 (t.d. kynferðislegar upphrópanir eða blótsyrði)°eða PEGI 18 (t.d. kynferðislegar upphrópanir eða blótsyrði).

Fear

Þessi efnisvísir gæti birst á leikjum með flokkunina PEGI 7 ef þeir innihalda myndir eða efni sem gæti verið ógnvekjandi eða valdið ótta hjá°ungum börnum, eða á leikjum með flokkunina PEGI 12 með ógnvekjandi hljóðum eða hryllilegum atriðum (en án þess að innihaldið sé ofbeldisfullt).

Gambling

Þessi leikur inniheldur atriði°sem hvetja til eða kenna fjárhættuspil. Þessar birtingarmyndir fjárhættuspils vísa til lukkuspils sem fer venjulega fram í spilavítum eða spilasölum. Leikir með þessari tegund efnis eru PEGI 12, PEGI 16 eða PEGI 18.

Sex

Þessi efnisvísir gæti fylgt PEGI 12°flokkun ef leikurinn inniheldur kynferðislegar tilvísanir eða stellingar sem gefa til kynna kynferðislegar athafnir, PEGI 16 flokkun ef nekt er sýnd á kynferðislegan hátt, eða ef sýndar eru samfarir án sýnilegra kynfæra, eða PEGI 18 flokkun ef djarfar kynferðislegar athafnir eru í leiknum. Ef nekt er sýnd í samhengi sem ekki er kynferðislegt er ekki þörf á ákveðinni aldursflokkun og því ekki þörf á þessum efnisvísi.

Drugs

Þessi leikur vísar í eða sýnir notkun ólöglegra vímuefna, áfengis eða tóbaks. Leikir með þennan efnisvísi eru alltaf PEGI 16 eða PEGI 18.

Discrimination

Leikurinn inniheldur birtingarmyndir staðalímynda sem eru þjóðlegar, trúarlegar, þjóðernissinnaðar, eða af öðrum toga og líklegar eru til þess að stuðla að hatri. Þetta efni fær alltaf flokkunina PEGI 18 (og er líklegt til að brjóta gegn landsbundinni refsilöggjöf).

In-game Purchases

The game offers players with the option to purchase digital goods or services with real-world currency. Such purchases include additional content (bonus levels, outfits, surprise items, music), but also upgrades (e.g. to disable ads), subscriptions to updates, virtual coins and other forms of in-game currency.
This content descriptor is sometimes accompanied by an additional notice if the in-game purchases include random items (like loot boxes or card packs). Paid random items comprise all in-game offers where players don't know exactly what they are getting prior to the purchase. They can be purchased directly with real money and/or exchanged for an in-game virtual currency. Depending on the game, these items may be purely cosmetic or they may have functional value. 
The notice is always displayed underneath or near the age label and content descriptors:

Paid Random Items Notice