PEGI appið

app

PEGI appið gerir foreldrum og tölvuleikjaspilurum kleift að leita með einföldum og þægilegum hætti að upplýsingum um flokkun tölvuleikja og appa og lesa um foreldrastýringar fyrir öll tæki heima við eða þegar fólk er á ferðinni.

Með appinu er hægt að:

  • Leita í PEGI gagnagrunninum að uppfærðum upplýsingum um flokkun tölvuleikja og appa.
  • Sía leitarniðurstöður út frá aldursflokkun, tegundum leikja og leikjatölvum til að finna rétta leikinn.
  • Lesa ítarlegar leiðbeiningar um hvernig foreldrastýringar eru settar upp á ýmsum tækjum.
  • Fá ábendingar fyrir fjölskyldur um hvernig þær geta farið í tölvuleiki saman.  
  • Lesa ítarlegar lýsingar á því hvað aldursflokkarnar og efnisvísarnir merkja.

Appið er nú fáanlegt á 9 tungumálum: ensku, frönsku, pólsku, hollensku, ítölsku, spænsku, portúgölsku, þýsku og sænsku. 

Appið var þróað af breska flokkunarráðinu Video Standards Council, öðrum tveggja umsjónaraðila PEGI kerfisins. Einnig veitir appið upplýsingar um og veitir aðgang að neytendavefsíðum í hverju landi þar sem foreldrar og spilarar geta fundið upplýsingar um aldursflokkun og foreldrastýringar og ráð um hvernig spila má tölvuleiki á öruggan og ábyrgan hátt.

Google Play
Apple Store