Stjórnendur PEGI

NICAM

NICAM (Netherlands Institute for the Classification of Audiovisual Media)°er önnur af tveimur sjálfstæðum einingum sem fara með stjórn kerfisins fyrir hönd PEGI. Verkefni NICAM fela í sér að athuga hvernig leikir með flokkun PEGI 3 og 7 samræmast viðmiðunum, þjálfa forritara, halda skrá yfir PEGI-leiki og gefa út PEGI-leyfi.

Frekari upplýsingar er að finna á: 
nicam.nl

VSC-flokkunarstjórnin

VSC-flokkunarstjórnin er lögaðili sem er ábyrgur fyrir aldursflokkun tölvuleikja í Bretlandi. Sem stjórnandi PEGI-flokkunarkerfisins athugar hún hvernig°leikir með flokkun 12, 16 og 18 samræmast viðmiðum PEGI. VSC-flokkunarstjórnin°er ekki rekin í ágóðaskyni, og er einingunni ætlað að þróa og hafa umsjón með siðareglum sem hannaðar voru til að stuðla að meiri gæðum innan myndbanda- og tölvuleikjaiðnaðarins. Meðlimir í VSC-flokkunarstjórninni koma frá öllum sviðum viðskiptalífsins, og í henni eru jafnframt fulltrúar fleiri en 2000 smásala um gjörvallt Bretland.

Frekari upplýsingar er að finna á:°videostandards.org.uk/ratingboard/