Hvað er flokkun?

Aldursflokkun er kerfi sem notað er til að tryggja að afþreyingarefni, svo sem leikir en einnig kvikmyndir, sjónvarpsþættir eða farsímaforrit,°hafi skýrar merkingar með ráðlögðum lágmarksaldri í samræmi við innihald efnisins. Þessi aldursflokkun aðstoðar neytendur, sér í lagi foreldra, við að ákveða hvort kaupa eigi tiltekna vöru fyrir barn.

Tölvuleikir eru spilaðir af mjög fjölbreyttum hópi fólks um alla Evrópu. Börn jafnt sem fullorðnir, karlar og konur, spila leiki reglulega, ýmist á sérstakri leikjatölvu, einkatölvu eða á fartæki eins og snjallsíma eða spjaldtölvu.

Sumir leikir hæfa spilurum á öllum aldri meðan aðrir hæfa eingöngu eldri börnum og yngri táningum. Tiltekinn hluti°af leikjum á markaðinum inniheldur efni sem eingöngu hæfir°fullorðnum.

PEGI-flokkunin skoðar hvernig leikurinn hæfir viðkomandi aldri, en ekki erfiðleikastig hans. Leikur með flokkunina PEGI 3 inniheldur ekki neitt óviðeigandi efni en gæti í einhverjum tilfellum reynst erfiður í spilun fyrir ung börn. Hins vegar eru til PEGI 18 leikir sem mjög auðvelt er að spila en innihalda þó efni°sem er°óviðeigandi fyrir unga notendur.

PEGI er notað og þekkt um alla Evrópu og hefur mikinn stuðning frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þessi flokkun er talin vera gott dæmi um evrópska samstöðu í verndun barna.