PEGI-nefndirnar

STJÓRN PEGI

Stjórn PEGI er kjarni PEGI-samtakanna. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á daglegri starfsemi PEGI undir leiðsögn stjórnarinnar. Stjórnin samanstendur af fulltrúum°notenda PEGI (útgefendur og þróunaraðilar leikja), þeirra sem tryggja reglufylgni PEGI (framleiðendur leikjatölva) og stuðningsaðila PEGI (landsbundin atvinnugreinasamtök), auk fulltrúa úr PEGI-ráðinu og sérfræðingateymi PEGI. Þetta skipulag stjórnarinnar tryggir að nægileg yfirsýn sé til staðar án þess að það bitni á sjálfseftirliti PEGI.

PEGI-RÁÐIÐ

Þar sem PEGI er notað í fleiri en 35 löndum er bráðnauðsynlegt að kerfið sé í samræmi við félagslega, stjórnarfarslega og lagalega þróun á öllu svæðinu. PEGI-ráðið ber ábyrgð á því að koma með tillögur svo landsbundin og evrópsk þróun komist til skila og endurspeglist í PEGI-kerfinu og siðareglunum. Ráðið gefur þeim löndum sem nota PEGI tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það er ekki síður mikilvægt að yfirvöld í PEGI-löndum fylgist með°og taki þátt í starfi PEGI. Ráðið tryggir þetta tvíhliða upplýsingaflæði: meðlimir ráðsins eru að megninu til aðilar frá yfirvöldum í PEGI-löndum sem starfa sem opinberir starfsmenn, fjölmiðlasérfræðingar, sálfræðingar og lagaráðgjafar með mikla reynslu af barnavernd í Evrópu.

Meðlimir PEGI-ráðsins árið 2024:

NafnSamtökLand
Beate Våje (chair)Norwegian Media Authority Norway
Herbert RosenstinglYouth Policy Unit, Austrian Federal ChancelleryAustria
Raphaël HuybrechtsFlemish Department For Culture, Youth and MediaBelgium
Axenia BonevaBulgarian Ministry of CultureBulgaria
Anna Holm PingelDanish Media CouncilDenmark
Audrius PerkauskasEU Commission, DG CNECTEU
Tommi TossavainenFinnish National Audiovisual Institute (KAVI)Finland
Alexandra MielleArcomFrance
Ciaran KissaneIrish Film Censor's OfficeIreland
Samra CindrakAutorité Luxemburgeoise Indépendante de l’AudiovisuelLuxemburg
Rui CruzInspecção Geral Das Actividades CulturaisPortugal
Helena del BarrioSpanish Ministry of Culture and SportsSpain
Johan KarlssonSwedish Media CouncilSweden
Yvonne HaldimannBundesamt für Sozialversicherungen - JugendschutzSwitzerland
Ian RiceVSC Rating BoardUnited Kingdom


SÉRFRÆÐINGATEYMI PEGI

PEGI-ráðið einblínir á að°löndin eigi sér fulltrúa en PEGI er einnig með net°tæknisérfræðinga sem hafa veitt mikilvægar ráðleggingar í gegnum árin. Sérfræðingateymi PEGI samanstendur af sérfræðingum og fræðimönnum á sviði fjölmiðla, sálfræði, flokkunar, lagalegra atriða, tækni, netsamskipta o.s.frv. Þau ráðleggja PEGI með því að skoða tæknilega og innihaldslega þróun í samræmi við ráðleggingar PEGI-ráðsins, stjórnar PEGI eða í gegnum aðstæður sem koma í ljós vegna kvartana.

Meðlimir sérfræðingateymis PEGI árið 2024:

NafnSamtökLand
Jeroen Jansz (chair)Erasmus University RotterdamNetherlands
Anne Mette ThorhaugeUniversity of CopenhagenDenmark
Aphra KerrMaynooth University Ireland
Miroslaw FiliciakSWPS University of Social Sciences and HumanitiesPoland
Simone MulargiaUniversità di Roma LUMSAItaly
Emma Ham-RicheMothers' UnionUK
Richard SheridanNintendoUK
Chris MadgwickRockstar GamesUK


KÆRUNEFND PEGI

Kærunefndin samanstendur af hópi sjálfstæðra sérfræðinga á sviði barnaverndar frá mismunandi Evrópulöndum. Ef kvörtun berst frá neytanda eða útgefanda varðandi flokkun sem leikur hefur hlotið og ekki er hægt að útkljá málið á ásættanlegan hátt með samtali, útskýringu eða samningaviðræðum við PEGI-stjórnanda, má kærandi óska formlega eftir því að kærunefndin taki málið að sér. Þrír nefndarmeðlimir munu þá koma saman, hlýða á kvörtunina og fella úrskurð. Útgefendur sem nota PEGI-kerfið eru bundnir af ákvörðun kærunefndarinnar. Í kjölfarið eru þeir skyldugir til að framkvæma allar lagfæringar sem þörf er á og, ef ekki er farið eftir því, gangast undir þær refsiaðgerðir sem mælt er fyrir um í siðareglunum.

Meðlimir kærunefndar PEGI árið 2024:

NafnSamtökLand
Jeroen JanszErasmus University RotterdamThe Netherlands
Ger ConnollyIrish Film Classification OfficeIreland
Olivier GerardUnion Nationale des Associations Familiales (UNAF)France
Lars GjerlufsenDen Rytmiske HøjskoleDenmark
Hanna HappoFinnish National Audiovisual Institute (KAVI)Finland


LAGANEFND PEGI

Þar sem PEGI er valfrjálst kerfi starfar það í samræmi við, og lýtur, gildandi landslögum, hvort sem þau banna ákveðið efni eða kveða á um lögboðið flokkunarkerfi. Hlutverk laganefndarinnar er að ráðleggja PEGI varðandi allar breytingar á landslögum þátttökulandanna sem gætu haft áhrif á valfrjálsa aldursflokkunarkerfið.

FRAMFYLGDARNEFND PEGI

Framfylgdarnefndinni er ætlað að framfylgja ákvæðum PEGI-siðareglanna og einnig öllum niðurstöðum kærunefndarinnar. Nefndin samanstendur af tíu meðlimum, fimm útgefendum og fimm aðilum sem valdir eru úr PEGI-ráðinu.