PEGI á netinu

PEGI Online

Síðan 2003 hefur PEGI-kerfið veitt°foreldrum í Evrópu nákvæmar ráðleggingar um hæfi innihalds leikja fyrir ungt fólk. PEGI veitir áreiðanlegar upplýsingar sem auðvelt er að skilja°í formi aldursflokkunarmerkinga og efnisvísa°á umbúðum leikja og í netverslunum, og aðstoðar fólk þar með við að taka°upplýstar ákvarðanir um kaup. 

PEGI á netinu er framlenging á PEGI-kerfinu. Í meginatriðum er þetta öryggisvottorð með það markmið°að veita betri vernd gegn óviðeigandi innihaldi í leikjum og hjálpa foreldrum að gera sér grein fyrir hættum og mögulegum skaðvöldum innan þess umhverfis. 

PEGI á netinu grundvallast á fjórum meginatriðum:

  • ákvæðunum í°öryggisreglum°PEGI á netinu (PEGI Online Safety Code, POSC)°sem eru°hluti af PEGI-siðareglunum
  • kennimerki PEGI á netinu,°sem sýna má á vefsvæðum sem uppfylla ákvæði POSC
  • PEGI-vefsvæðinu sem inniheldur upplýsingar fyrir umsækjendur og almenning
  • sjálfstæðum ferlum fyrir stjórnun, ráðgjöf og lausn ágreiningsmála

Allar þjónustuveitur fyrir leiki sem spilaðir eru á netinu, sem uppfylla skilyrðin sem sett eru fram í öryggisreglum PEGI á netinu (POSC) fá leyfi til að birta kennimerki PEGI á netinu. Þessi skilyrði fela í sér skyldu til að tryggja að vefsvæðið innihaldi hvorki ólöglegt og móðgandi efni sem notendur búa til né óæskilega tengla, sem og að gerðar séu ráðstafanir til að vernda ungt fólk og einkalíf þeirra við leikjaspilun á netinu. 

Ef kennimerki PEGI á netinu er birt á leikjasíðum vita foreldrar að°leikurinn eða vefsvæðið sem um ræðir er undir eftirliti stjórnanda sem er annt um að nota bestu starfsvenjur til að°vernda°ungt fólk.