Öryggisreglur PEGI á netinu

Öryggisreglur PEGI á netinu (PEGI Online Safety Code, POSC) eru ákvæði úr°siðareglum PEGI sem°ætlað er að stuðla að lágmarksvernd ungs fólks í leikjaumhverfi á netinu. Fyrirtæki með leiki sem sækja um þetta vottorð skuldbinda sig til að banna óviðeigandi efni af vefsvæði sínu og tryggja°viðeigandi hegðun notenda. Þegar þau hafa skráð°leikinn sem um ræðir í PEGI-kerfið verður þeim heimilt að birta kennimerki PEGI á netinu.

Helstu ákvæðin eru:

Samræmd persónuverndarstefna

Leyfishafi PEGI á netinu sem safnar persónuupplýsingum frá áskrifendum þarf að hafa til staðar gilda og samræmda persónuverndarstefnu í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins og gagnaverndaryfirvalda í sínu landi.

Aldursflokkaðir leikir

Eingöngu leikir sem hafa hlotið viðeigandi aldursflokkun í PEGI-kerfinu geta sótt um vottorð PEGI á netinu.

Viðeigandi tilkynningaúrræði

Viðeigandi úrræði skulu vera til staðar svo leikmenn geti tilkynnt um óæskilegt efni í öllu tengdu vefumhverfi.

Fjarlæging óviðeigandi efnis

Leyfishafar munu eftir fremsta megni tryggja að netþjónusta undir þeirra stjórn innihaldi ekki efni sem er ólöglegt, móðgandi, fordómafullt gagnvart mismunandi kynþáttum, niðrandi, spillandi, ógnandi, klúrt eða sem gæti valdið varanlegum skaða á þroska ungs fólks.

Samfélagsviðmið fyrir netáskrifendur

Leyfishafar PEGI á netinu munu koma í veg fyrir að áskrifendur birti efni eða stundi hegðun á netinu sem er ólögleg, móðgandi, fordómafull gagnvart mismunandi kynþáttum, niðrandi, spillandi, ógnandi, klúr eða sem gæti valdið varanlegum skaða á þroska ungs fólks.

Ábyrg auglýsingastefna
  • allar auglýsingar skulu endurspegla með réttum hætti eðli og innihald vörunnar sem sýnd er og, að því marki sem raunhæft er, þá flokkun sem hún hefur hlotið
  • allar auglýsingar skal búa til með ábyrgðartilfinningu gagnvart almenningi
  • engin auglýsing má innihalda efni sem er líklegt til að valda mikilli eða víðtækri óánægju
  • auglýsingum fyrir vörur með flokkun 16+ eða 18+ skal ekki beina sérstaklega til þeirra sem yngri eru
  • stoðvörur eða aðskildar vörur sem eru seldar eða kynntar í tengslum við kjarnavöru verða að henta þeim aldurshópi sem kjarnavaran er ætluð fyrir
  • með almennri yfirlýsingu ættu leyfishafar að tilkynna almenningi um stuðningsaðila og/eða tilvist „vörusýninga“ sem tengjast netþjónustu þeirra