PEGI-samtökin

Aldursflokkunarkerfi Pan European Game Information (PEGI) var útbúið til að hjálpa evrópskum foreldrum að taka upplýstar ákvarðanir um kaup á tölvuleikjum. Það kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 2003 og var þá fjölda landsbundinna aldursflokkunarkerfa skipt út fyrir eitt kerfi sem nú er notað um mestalla Evrópu, í fleiri en 35°löndum (Albaníu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Bretlandi, Búlgaríu, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Írlandi, Íslandi, Ísrael, Ítalíu, Kósóvó, Króatíu, Kýpur, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Moldavíu, Noregi, Slóvakíu, Slóveníu, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Serbíu, Spáni, Svartfjallalandi,°Svíþjóð, Sviss, Tékklandi og Ungverjalandi).

Kerfið er stutt af helstu leikjatölvuframleiðendum, þar á meðal Sony, Microsoft og Nintendo, sem og útgefendum og þróunaraðilum gagnvirkra leikja um alla Evrópu. Aldursflokkunarkerfið var þróað af Evrópusamtökum um gagnvirkan hugbúnað (Interactive Software Federation of Europe,
ISFE).

Dagleg starfsemi, eftirlit og þróun PEGI-kerfisins var falin°Pegi s.a., sjálfstæðu fyrirtæki sem ekki starfar í ágóðaskyni og er skráð sem félagasamtök samkvæmt belgískum lögum. Innan PEGI er víðtæk reynsla til staðar, en því er stýrt af hinum ýmsu stjórnum og nefndum, eins og fram kemur í 12. grein í siðareglum PEGI.