Hvernig leikirnir eru flokkaðir

PEGI notar eitt kerfi viðmiðana til að ákvarða aldursflokkun tölvuleikja en notuð eru tvö mismunandi flokkunarferli, sem aðlöguð eru að þörfum mismunandi viðskiptalíkana:

Hefðbundin aðferð þar sem mat er lagt á forútgáfu:

 • allir leikir fyrir Microsoft Xbox á diski
 • allir leikir (niðurhal og í umbúðum) fyrir Sony PlayStation
 • allir leikir á diski eða hylki°fyrir Nintendo Wii U og Nintendo 3DS
 • flestir leikir fyrir einkatölvur (niðurhal og í umbúðum)
 1. Margir leikir fyrir leikja- og einkatölvur eru ennþá gefnir út sem áþreifanleg vara og seldir í smásölu. Til að tryggja að rétt aldursflokkun sé ávallt sýnd á umbúðunum er mikilvægt að hafa traust verklag:
 2. Áður en leikur er gefinn út fylla útgefendur út matseyðublað um innihald í öllum útgáfum vörunnar. Í spurningalistanum er spurt um°innihald vörunnar, með tilliti til mögulegs ofbeldis, kynlífs, orðbragðs og annars hljóð- og myndefnis sem gæti talist óviðeigandi fyrir suma aldursflokka.
 3. Í samræmi við svör°útgefanda ákvarðar flokkunarkerfi°PEGI á netinu bráðabirgðaaldursflokkun með efnisvísum sjálfkrafa.
 4. Stjórnendur PEGI fá°leikinn frá útgefanda og fara ítarlega yfir°bráðabirgðaaldursflokkunina. NICAN sér um leiki með flokkun 3 og 7 á meðan VSC-flokkunarstjórnin°fer yfir leiki með flokkun 12, 16 og 18.
 5. Það fer eftir því hvernig sú yfirferð kemur út hvort stjórnendurnir samþykki eða°breyti bráðabirgðaflokkuninni og PEGI sendir svo útgefanda leyfi fyrir notkun á aldursflokkunarmerkingu og viðeigandi efnisvísi/efnisvísum.
 6. Útgefanda er nú heimilt að birta viðeigandi aldursflokkunarmerkingu og efnisvísi/efnisvísa á umbúðunum, eða í stafrænni verslun, í samræmi við reglur PEGI um merkingar og siðareglur PEGI.

Hefðbundna aðferðin er ekki hentug fyrir verslanir sem eingöngu starfa á netinu og taka á móti þúsundum nýrra vara (og uppfæra eða breyta enn fleiri vörum) á degi hverjum. Hraðvirkari lausn sem auðvelt er að aðlaga að hverjum og einum, og býður upp á að bregðast fljótt við breytingum eða villum, er í boði hjá IARC:

Mat lagt á stafrænar vörur eftir útgáfu:

IARC logo

Í dag er IARC-kerfið notað fyrir:

 • alla leiki og forrit á Google Play (fyrir Android-tæki, síðan vorið 2015)
 • alla leiki og forrit í Microsoft Windows Store (fyrir Windows-einkatölvur, snjallsíma og spjaldtölvur, síðan í desember 2015)
 • alla leiki og forrit í Nintendo eShop (síðan í desember 2015)
 • alla leiki og forrit í Oculus VR Store (síðan í janúar 2017)

Á hverjum degi setja stafrænar verslanir í sölu fleiri þúsundir nýrra leikja og forrita fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, einkatölvur eða leikjatölvur. IARC er bandalag flokkunaryfirvalda frá Evrópu, Ástralíu, Brasilíu, Norður-Ameríku°og Suður-Kóreu sem hefur það að markmiði að finna lausn fyrir alþjóðlegan heim stafrænna leikja (niðurhal, forrit og leikir í vafra).

Í stað þess að þurfa að leggja fyrir sitt eigið matskerfi geta verslanir og vefsvæði notað skilgreind viðmið og samtímis tryggt að þau fylgi skilyrðum um efnisflokkun sem tilgreind eru í lögum ákveðinna landa. Útgefendur sleppa við að fara í gegnum mörg mismunandi ferli til að fá flokkun fyrir mismunandi svæði og verslanir. Neytendur fá samræmda, kunnuglega og trausta flokkun sem endurspeglar staðbundin álitaefni um innihald og aldursviðmið.

Hvað varðar aðferðafræðina er IARC hannað til að vera sveigjanlegt ferli sem hægt er að aðlaga, svo það geti tekið við þessum mikla fjölda af nýjum forritum og uppfærslum:

1. Útgefandi sendir leik eða forrit til verslunar fyrir stafræna sölu. Í ferlinu er gerð krafa um að útgefandi svari spurningalista IARC, sami listi er lagður fyrir alla og felur hann í sér spurningar um innihald og gagnvirka eiginleika vörunnar. Spurningalistinn sameinar flokkunarviðmið þeirra flokkunaryfirvalda sem taka þátt.

2. Þegar útgefandi hefur lokið við spurningalistann fær hann þegar í stað leyfi með aldursflokkun þeirra flokkunaryfirvalda sem taka þátt. Flokkunarferlið er gjaldfrjálst. Um leið og leikurinn eða forritið kemur í sölu verður viðeigandi aldursflokkun birt í versluninni.

3. Stjórnendur IARC-flokkunaryfirvaldanna starfa saman að því að hafa eftirlit með þverskurði allra flokkanna. Fjöldi aðferða, þar á meðal lykilorðaleit, athugun á vinsælustu niðurhölunum, beiðnir útgefenda og neytenda ásamt fleiri aðferðum, eru notaðar til að tryggja að aldursflokkuninni sé beitt á réttan hátt. Ef villa kemur í ljós er hægt að breyta rangri aldursflokkun með mjög hröðum hætti.